Innlent

Sveitarfélögum hefur fækkað um þrjú

Sveitarfélagið Akureyri stækkaði á kjörtímabilinu og íbúum þess fjölgaði eftir sameiningu Akureyrar og Grímseyjar. fréttablaðið/KK
Sveitarfélagið Akureyri stækkaði á kjörtímabilinu og íbúum þess fjölgaði eftir sameiningu Akureyrar og Grímseyjar. fréttablaðið/KK MYND/Kristján

Kosið verður til sveitarstjórna 76 sveitarfélaga í kosningunum 29. maí.

Kosið var til 79 sveitarstjórna fyrir fjórum árum en á yfirstandandi kjörtímabili hefur sveitar­félögum fækkað um þrjú. Sameiningar urðu milli Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar, Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps og Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.

Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórna viðkomandi sveitarfélaga rennur út klukkan tólf á hádegi á laugardag. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri hafa frest til sama tíma til að tilkynna þá ákvörðun.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðum og hjá aðalræðismönnum og kjörræðismönnum hefur staðið í nokkrar vikur. Hægt er að kjósa á um 235 stöðum í 84 löndum.

Fljótsdalshérað er stærsta sveitar­félag landsins, tæpir níu þúsund ferkílómetrar, en Seltjarnar­­nes það minnsta, tveir ferkílómetrar að stærð. Reykjavík er fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega 120 þúsund íbúa en Árneshreppur fámennastur með 50 íbúa.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×