Enski boltinn

Liverpool búið að kaupa sköllóttan táning frá Charlton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonjo Shelvey.
Jonjo Shelvey. Mynd/GettyImages
Charlton hefur ákveðið að selja Jonjo Shelvey til Liverpool um leið og tímabilinu líkur en þessi stórefnilegi enski 21 árs landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með félaginu síðan að hann lék sinn fyrsta leik aðeins 16 ára og 59 daga gamall.

Liverpool mun borgar strax 1,7 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann hefur þegar gengið í gegnum læknisskoðun og samþykkt kaup og kjör. Kaupverðið gæti hækkað en það fer eftir fjölda leikja með aðalliði Liverpool í framtíðinni sem og fjölda landsleikja sem hann mun spila.

„Það vill ekkert félag missa svona efnilegan leikmann og það er því erfitt að láta hann fara frá okkur. Við gátum bara ekki neita þessum pakka og þetta var líka mjög spennandi fyrir Jonjo sjálfan," sagði Richard Murray, stjórnarformmaður Charlton

Það er hluti að samningnum á milli Charlton og Liverpool að félögin munu þróa samvinnu sín á milli þar sem leikmenn munu fara í báðar áttir.

„Við sem félag höfum aldrei staðið í vegi fyrir að ungir leikmenn okkar fari til stærri félaga og það á einnig við um Jonjo. Liverpool mun gera hann að toppleikmanni og ég get ekki hugsað mér betra félag fyrir hann," sagði Richard Murray.

Shelvey er fæddur árið 1992 en hann er miðjumaður og getur spilað á milli vítateiganna. Hann hefur skorað 4 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum með Charlton á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×