Innlent

Gylfi ánægður með endurkjörið - Guðrún vill varaformanninn

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist ánægður með endurkjörið en hann fékk um 73 prósent atkvæða, en 183 greiddu honum atkvæði sitt. Kosningin fór fram á ársfundi ASÍ sem nú stendur yfir. Mótframbjóðandinn, Guðrún J. Ólafsdóttir, fékk 64 atkvæði. Gylfi bendir á að þetta sé betri kosning en hann hlaut síðast þegar kosið var um embættið en hann fékk um 10 prósent fleiri atkvæði í þetta sinnið.

Guðrún segist sömuleiðis ánægð með árangur sinn. Hún hafi fengið lítinn tíma til þess að kynna sig en samt uppskorið tæp þrjátíu prósent atkvæða. Hún ætlar að bjóða sig fram til embættis varaformanns en kosið verður um það eftir hádegishlé.

Signý Jóhannesdóttir, frá Stéttarfélagi Vesturlands, ætlar einnig að bjóða sig fram til embættis varaformanns.






Tengdar fréttir

Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var endurkjörinn með miklum yfirburðum á ársfundi félagsins sem stendur nú yfir. Gylfi fékk um 73 prósent atkvæða, en 183 greiddu honum atkvæði sitt. Mótframbjóðandnn, Guðrún J. Ólafsdóttir, fékk 64 atkvæði.

Býður sig fram gegn forseta ASÍ

Guðrún J. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í VR, býður sig fram gegn sitjandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssyni. Ársfundur ASÍ stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×