Innlent

Arna Schram ráðin upplýsingafulltrúi Kópavogs

Arna Schram er orðinn upplýsingafulltrúi Kópavogs.
Arna Schram er orðinn upplýsingafulltrúi Kópavogs.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær að ráða Örnu Schram í starf forstöðumanns almannatengsla Kópavogsbæjar. Þór Jónsson gengdi starfinu lengi vel. Hann er núna blaðmaður á Pressunni.is.

Arna er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur starfað við blaðamennsku um árabil, lengst af á Morgunblaðinu sem stjórnmálafréttamaður og pistlahöfundur, en einnig á Krónikunni sem aðstoðarritstjóri og nú síðast á Viðskiptablaðinu sem fréttastjóri.

Undanfarna mánuði hefur hún starfað við upplýsinga- og kynningarmál hjá Háskólanum í Reykjavík.

Þá var Arna formaður Blaðamannafélags Íslands um skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×