Innlent

Er tíu sinnum hraðvirkara

Innleiðing á hraðvirkasta upplýsingakerfi í heimi hefur staðið yfir í Kauphöllinni í tvö ár. Fréttablaðið/gva
Innleiðing á hraðvirkasta upplýsingakerfi í heimi hefur staðið yfir í Kauphöllinni í tvö ár. Fréttablaðið/gva
Kauphöllin stígur stórt skref í dag þegar það innleiðir nýja kynslóð af viðskiptakerfinu INET. Kerfið, sem er tífalt hraðvirkara en núverandi kerfi, er tekið í notkun á sama tíma í kauphöllum Nasdaq OMX í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og á mörkuðunum í Eystrasaltslöndunum.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir einstakt að upplýsingakerfi sem þetta sé innleitt í jafn mörgum kauphöllum á sama tíma. Hann bendir á að getan sé margföld, öll samskipti markaða á milli hraðari en áður og hverfi við það þröskuldar milli landamæra. Það komi fjárfestum jafnt á Norðurlöndunum sem í Vesturheimi til góða. „Þetta er hraðvirkasta upplýsingakerfi í heimi og felur í sér marga möguleika,“ segir hann.

Kerfið hefur verið notað á bandaríska Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum síðastliðin þrjú ár. Undirbúningur fyrir innleiðingu þess á norrænu mörkuðunum, sem eru hluti af þeim bandaríska, hefur staðið yfir í á annað ár.

„Við erum hluti af stærstu kauphallarsamstæðu í heimi og getum nú boðið þjónustu sem er í fremstu röð,“ segir Þórður. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×