Innlent

Einn handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Mótmælendur fjölmenntu inní Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mótmælendur fjölmenntu inní Héraðsdómi Reykjavíkur.

Einn karlmaður var handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að freista þess að komast inn í dómsal þar sem réttað var yfir níumenningunum. Héraðsdómur fylltist af mótmælendum sem vilja fylgjast með réttarhöldunum. Aftur á móti eru ekki næg sæti inn í stærsta sal héraðsdóms og við það eru mótmælendur ósáttir.

Þingkona Hreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir, var meðal þeirra sem mótmæltu á göngum héraðsdóms.

„Þetta er svo mikil afbökun á helgi dómsins að það er ótrúlegt," segir Birgitta sem er mjög ósátt við að réttarhöldin séu til að mynda ekki tekin upp og varpað á skjá fyrir utan.

„Það er algjörlega skýlaus krafa um stærri sal. En mér finnst gott að hversu margir komu," segir Birgitta. Hún bætir við að það sé krafa almennings að sjá hvernig réttarríkið virki og þá þurfi fólk að hafa aðgang að réttarsölunum.

„Það er skammarlegt að þetta sé ekki sent út," segir Birgitta að lokum.


Tengdar fréttir

Mótmælendur fylltu Héraðsdóm Reykjavíkur

Fullt var út úr húsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar taka átti fyrir mál nímenningana sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi í mótmælendaaðgerðum stuttu fyrir jól 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×