Erlent

Vilja endurskoða notkun kódeins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérfræðingar í Bretlandi vilja endurskoða notkun kódeins í lyfjum og hugsanlega banna það alfarið. Þeir segja að mörg verkjalyf og hóstasaft sem notuð eru geti verið hættuleg og ávanabindandi. Í mörgum tilfellum ættu börn alls ekki að nota þau.

Um 27 milljónir pakka af verkjalyfjum sem innihalda kódein eru seld í verslunum í Bretlandi á hverju ári, samkvæmt frétt á vef Daily mail. Þar segir jafnfrat að tugþúsundir Breta séu taldir vera háðir lyfjum sem innihalda kódein og sumir taki jafnvel 70 töflur á dag.

Lyfið virkar þannig að það dregur úr verkjum í líkamanum þegar að lifrin hefur brotið það niður og framleitt morfín úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×