Umfjöllun: Fram í undanúrslitin eftir að hafa yfirspilað Val Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 18:15 Framarar voru mun betri aðilinn í kvöld. Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með 3-1 sigri á Val í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld. Fram komst þar með í undanúrslitin annað árið í röð. Framarar gerðu út um leikinn með hreint mögnuðum átta mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir skoruðu þrívegis. Þeir hreinlega yfirspiluðu Valsmenn sem virtust alls ekki tilbúnir í leikinn á ný eftir hálfleikinn. Það er enginn vafi á því að Framarar áttu fullkomlega skilið að komast áfram. Þeir voru betri aðilinn allan leikinn. Það var þó ekki margt markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus að honum loknum. Framarar höfðu svo tögl og haldir í upphafi seinni hálfleiks. Halldór Hermann Jónsson braut ísinn með laglegu skoti. Josep Tillen lagði síðan upp mark fyrir Tómas Leifsson áður en hann skoraði svo þriðja markið sjálfur. Rúnar Már Sigurjónsson náði að minnka muninn fyrir Valsmenn sem fundu aldrei taktinn í leiknum og voru aldrei líklegir til að búa til spennu eftir að hafa fengið mörkin þrjú í andlitið. Bæði þessi Reykjavíkurlið hafa ekki verið að spila neitt sérlega vel í síðustu leikjum sínum. Valsmenn héldu uppteknum hætti í kvöld en Framarar voru hinsvegar tilbúnir að rífa sig upp úr lægðinni. Valsmenn náðu lítið að pressa í leiknum og vörn þeirra var óörugg. Eins og svo oft áður var það gríðarlega sterk liðsheild Fram sem var lykillinn að sigri þeirra. Ef það á að taka einhverja upp úr þá var Josep Tillen magnaður í leiknum, Halldór Hermann Jónsson að vanda gríðarlega mikilvægur á miðjunni og þá ber að hrósa þeim Jóni Orra Ólafssyni og Hlyni Atla Magnússyni sem voru í hjarta varnarinnar í fjarveru Jóns Guðna Fjólusonar og Kristjáns Haukssonar. Þeir áttu báðir flottan leik. Framarar eru komnir skrefinu nær bikarúrslitunum. Fram - Valur 3-1 1-0 Halldór Hermann Jónsson (50.) 2-0 Tómas Leifsson (55.) 3-0 Joe Tillen (58.) 3-1 Rúnar Már Sigurjónsson (66.) Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Jón Orri Ólafsson Hlynur Atli Magnússon Sam Tillen Jón Gunnar Eysteinsson Halldór Hermann Jónsson Almarr Ormarsson Josep Tillen Tómas Leifsson Hjálmar ÞórarinssonByrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Sigurbjörn Hreiðarsson Ian Jeffs Haukur Páll Sigurðsson Rúnar Már Sigurjónsson Viktor Unnar Illugason Danni Köni Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr., stóð sig verulega vel. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Reynir: Betra liðið vann í kvöld Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. 12. júlí 2010 23:17 Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum „Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld. 12. júlí 2010 23:07 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með 3-1 sigri á Val í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld. Fram komst þar með í undanúrslitin annað árið í röð. Framarar gerðu út um leikinn með hreint mögnuðum átta mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir skoruðu þrívegis. Þeir hreinlega yfirspiluðu Valsmenn sem virtust alls ekki tilbúnir í leikinn á ný eftir hálfleikinn. Það er enginn vafi á því að Framarar áttu fullkomlega skilið að komast áfram. Þeir voru betri aðilinn allan leikinn. Það var þó ekki margt markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus að honum loknum. Framarar höfðu svo tögl og haldir í upphafi seinni hálfleiks. Halldór Hermann Jónsson braut ísinn með laglegu skoti. Josep Tillen lagði síðan upp mark fyrir Tómas Leifsson áður en hann skoraði svo þriðja markið sjálfur. Rúnar Már Sigurjónsson náði að minnka muninn fyrir Valsmenn sem fundu aldrei taktinn í leiknum og voru aldrei líklegir til að búa til spennu eftir að hafa fengið mörkin þrjú í andlitið. Bæði þessi Reykjavíkurlið hafa ekki verið að spila neitt sérlega vel í síðustu leikjum sínum. Valsmenn héldu uppteknum hætti í kvöld en Framarar voru hinsvegar tilbúnir að rífa sig upp úr lægðinni. Valsmenn náðu lítið að pressa í leiknum og vörn þeirra var óörugg. Eins og svo oft áður var það gríðarlega sterk liðsheild Fram sem var lykillinn að sigri þeirra. Ef það á að taka einhverja upp úr þá var Josep Tillen magnaður í leiknum, Halldór Hermann Jónsson að vanda gríðarlega mikilvægur á miðjunni og þá ber að hrósa þeim Jóni Orra Ólafssyni og Hlyni Atla Magnússyni sem voru í hjarta varnarinnar í fjarveru Jóns Guðna Fjólusonar og Kristjáns Haukssonar. Þeir áttu báðir flottan leik. Framarar eru komnir skrefinu nær bikarúrslitunum. Fram - Valur 3-1 1-0 Halldór Hermann Jónsson (50.) 2-0 Tómas Leifsson (55.) 3-0 Joe Tillen (58.) 3-1 Rúnar Már Sigurjónsson (66.) Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Jón Orri Ólafsson Hlynur Atli Magnússon Sam Tillen Jón Gunnar Eysteinsson Halldór Hermann Jónsson Almarr Ormarsson Josep Tillen Tómas Leifsson Hjálmar ÞórarinssonByrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Sigurbjörn Hreiðarsson Ian Jeffs Haukur Páll Sigurðsson Rúnar Már Sigurjónsson Viktor Unnar Illugason Danni Köni Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr., stóð sig verulega vel.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Reynir: Betra liðið vann í kvöld Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. 12. júlí 2010 23:17 Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum „Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld. 12. júlí 2010 23:07 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Reynir: Betra liðið vann í kvöld Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. 12. júlí 2010 23:17
Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum „Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld. 12. júlí 2010 23:07