Enski boltinn

Terry meiddist á æfingu Chelsea og er tæpur fyrir bikarúrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry lyftir hér Englandsbikarnum.
John Terry lyftir hér Englandsbikarnum. Mynd/AP
John Terry, fyrirliði Chelsea, meiddist á æfingu með liðinu í morgun og er tæpur með að vera orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Portsmouth á laugardaginn.

Englandsmeistarar Chelsea geta tryggt félaginu sína fyrstu tvennu í sögunni nái þeir að vinna botnlið Portsmouth á laugdaginn. Hermann Hreiðarsson og félagar hafa komið mikið á óvart í enska bikarnum í vetur þrátt fyrir miklar hrakfarir innan sem utan vallar.

Terry fékk högg á æfingu og það var farið með hann í myndatöku á næsta sjúkrahúsi. Terry yfirgaf æfingasvæðið gangandi en niðurstöðurnar úr myndatökunni koma ekki fyrr en á morgun.

John Terry tók eins og kunnugt er við enska meistarabikarnum um síðustu helgi í fyrsta sinn í þrjú ár eftir að Chelsea vann 8-0 sigur á Wigan í lokaumferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×