Innlent

Heybanki fyrir bændur í vanda

Hamfarirnar geta hindrað eðlilegan heyskap.
Hamfarirnar geta hindrað eðlilegan heyskap.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að ráða starfsmann til að hefjast þegar í stað handa við að tryggja heyforða fyrir bændur í sveitarfélaginu. Fyrirséð er að margir bændur muni ekki geta heyjað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Sveitarfélagið ætlar að hafa forgöngu um að stofna sérstakan heybanka vegna þess og hefur falið sveitarstjóranum að greina þörfina og tryggja framgang málsins. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×