Erlent

Áttræðir Facebook elskendur verja jólunum saman

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill er máttur facebook. Mynd/ afp.
Mikill er máttur facebook. Mynd/ afp.
Hin 77 ára gamla Barbara Moore og Laurence Broklesby, sem er 82 ára gamall eiginmaður hennar, verja sínum fyrstu jólum saman eftir hálfan mánuð. Það væri ekki í frásögur færandi nema af því að þau kynntust á facebook. Með þeim tókust kynni sem leiddi þau út í hjónaband

Fram kemur á fréttavef Daily Mail að frú Moore byrjaði að nota tölvur eftir að fyrri eiginmaður hennar lést fyrir fjórum árum. Börnin hennar og barnabörn notuðu öll Facebook. Hún ákvað að taka þau sér til fyrirmyndar og nýta sér Facebook til þess að leita uppi gamla samstarfsfélaga frá því að hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur.

Hún ákvað líka að leita sér nokkra nýrra vina og ákvað að bæta Brocklesby á vinalistann. Hann hafði verið ekkill í 16 ár áður en hann kynntist Moore.

Smelltu hér til að sjá frásögn Daily Mail og myndir af hamingjusama parinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×