Innlent

Öllum ferðum Icelandair aflýst í dag

Icelandair hefur fellt niður allt flug félagsins síðdegis í dag vegna lokunar Keflavíkurflugvallar sem orsakast af öskufalli úr gosinu í Eyjafjallajökli.

„Um er að ræða flug til og frá New York, Boston, Seattle, Minneapolis og Toronto," segir í tilkynningu en áður hafði flugi til og frá Kaupmannahöfn og London síðdegis verið aflýst.

Icelandair gerir ráð fyrir að allt flug Icelandair á morgun verði samkvæmt áætlun, auk þess sem sett verða upp aukaflug til Helsinki, Kaupmannahafnar og Toronto. Sem fyrr eru farþegar hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarartíma á www.icelandair.is því breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×