Umfjöllun: Meistarataktur FH kom í leitirnar í seinni hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 16. september 2010 16:15 Ólafur Páll Snorrason fagnar marki sínu í kvöld sem var þriðja mark FH. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH voru lengi að finna taktinn í Garðabænum í kvöld og lentu undir í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum fundu Hafnfirðingar taktinn og kláruðu leikinn sannfærandi 4-1. Það má segja að fyrri hálfleikur FH hafi verið sjálfstætt framhald af síðasta leik liðsins þegar það rétt marði Selfyssinga. Pétur Viðarsson braut kjánalega af sér snemma leiks og Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Stjörnumenn skelltu sér í sleðaferð í fagninu fyrir framan myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar sem er að vinna að þætti um skemmtileg fögn Garðabæjarliðsins. Sóknaraðgerðir FH-inga framan af voru ekki upp á marga fiska og hefur þar líklega spilað inn í hve lengi þeir voru að venjast gervigrasinu umtalaða. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr einum af sárafáum vitrænum sóknaraðgerðum Hafnarfjarðarliðsins. En í seinni hálfleiknum komust FH-ingar á skrið og meistarataktarnir fóru að sjást á ný. Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir með skallamarki eftir skemmtilega hælspyrnu Björns Daníels, sem þó var smá heppnislykt af. Eftir þetta mark náði FH völdunum. Björn Daníel átti frábæran leik í kvöld og kórónaði sína frammistöðu með glæsilegri stungusendingu á Ólaf Pál Snorrason sem kom FH í 3-1 og úrslitin voru ráðin. Atli Guðnason hefur haft hægt um sig í markaskorun en hann minnti á sig örstuttu síðar og FH vann 4-1 sigur. Algjörlega verðskuldaður sigur en lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. FH-ingar refsuðu Stjörnumönnum þegar þeir þurftu að færa sig framar á völlinn. Flottar sóknir sáust en auk Björns Daníels stóð varnarmaðurinn Freyr Bjarnason upp úr í þeirra liði en hann hefur verið gríðarlega öflugur eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tvær umferðir eru eftir. Fimleikafélagið þarf að vinna þá tvo leiki sem það á eftir (gegn Keflavík og Fram) og treyst á að liðin fyrir ofan misstígi sig. Stjarnan - FH 1-4 1-0 Halldór Orri Björnsson (víti 13.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (35.) 1-2 Matthías Vilhjálmsson (61.) 1-3 Ólafur Páll Snorrason (82.) 1-4 Atli Guðnason (83.) Áhorfendur: 747Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-13 (6-7) Varin skot: Bjarni 3 - Gunnleifur 4 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar : 13-11 Rangstöður: 2-4 Stjarnan 4-5-1: Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (71. Birgir Hrafn Birgisson -) Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 5 Arnar Már Björgvinsson 6 Ólafur Karl Finsen 7 FH 4-3-3:Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 4 Freyr Bjarnason 8 Tommy Nielsen 6 (84. Helgi Valur Pálsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 6 (87. Gunnar Már Guðmundsson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (75. Gunnar Kristjánsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Íslandsmeistarar FH voru lengi að finna taktinn í Garðabænum í kvöld og lentu undir í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum fundu Hafnfirðingar taktinn og kláruðu leikinn sannfærandi 4-1. Það má segja að fyrri hálfleikur FH hafi verið sjálfstætt framhald af síðasta leik liðsins þegar það rétt marði Selfyssinga. Pétur Viðarsson braut kjánalega af sér snemma leiks og Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Stjörnumenn skelltu sér í sleðaferð í fagninu fyrir framan myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar sem er að vinna að þætti um skemmtileg fögn Garðabæjarliðsins. Sóknaraðgerðir FH-inga framan af voru ekki upp á marga fiska og hefur þar líklega spilað inn í hve lengi þeir voru að venjast gervigrasinu umtalaða. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr einum af sárafáum vitrænum sóknaraðgerðum Hafnarfjarðarliðsins. En í seinni hálfleiknum komust FH-ingar á skrið og meistarataktarnir fóru að sjást á ný. Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir með skallamarki eftir skemmtilega hælspyrnu Björns Daníels, sem þó var smá heppnislykt af. Eftir þetta mark náði FH völdunum. Björn Daníel átti frábæran leik í kvöld og kórónaði sína frammistöðu með glæsilegri stungusendingu á Ólaf Pál Snorrason sem kom FH í 3-1 og úrslitin voru ráðin. Atli Guðnason hefur haft hægt um sig í markaskorun en hann minnti á sig örstuttu síðar og FH vann 4-1 sigur. Algjörlega verðskuldaður sigur en lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. FH-ingar refsuðu Stjörnumönnum þegar þeir þurftu að færa sig framar á völlinn. Flottar sóknir sáust en auk Björns Daníels stóð varnarmaðurinn Freyr Bjarnason upp úr í þeirra liði en hann hefur verið gríðarlega öflugur eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tvær umferðir eru eftir. Fimleikafélagið þarf að vinna þá tvo leiki sem það á eftir (gegn Keflavík og Fram) og treyst á að liðin fyrir ofan misstígi sig. Stjarnan - FH 1-4 1-0 Halldór Orri Björnsson (víti 13.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (35.) 1-2 Matthías Vilhjálmsson (61.) 1-3 Ólafur Páll Snorrason (82.) 1-4 Atli Guðnason (83.) Áhorfendur: 747Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-13 (6-7) Varin skot: Bjarni 3 - Gunnleifur 4 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar : 13-11 Rangstöður: 2-4 Stjarnan 4-5-1: Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (71. Birgir Hrafn Birgisson -) Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 5 Arnar Már Björgvinsson 6 Ólafur Karl Finsen 7 FH 4-3-3:Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 4 Freyr Bjarnason 8 Tommy Nielsen 6 (84. Helgi Valur Pálsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 6 (87. Gunnar Már Guðmundsson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (75. Gunnar Kristjánsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira