Enski boltinn

Rooney-hjónin fagna nýjum samningi í Las Vegas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney og eiginkona hans, Coleen, fögnuðu því í gær að hann hefur komist að samkomulagi um nýjan samning við Man. Utd sem mun færa honum rúmar 36 milljónir punda í vasann.

Hjónakornin hafa verið að sleikja sólina á Barbados upp á síðkastið en hafa nú fært sig yfir Las Vegas.

Hjónin voru afar ástleitin í sundlauginni á hótelinu sínu og voru að sjálfsögðu mynduð í lauginni af papparassa.

Myndirnar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×