Fótbolti

Arnar vann bræðraslaginn gegn Bjarna í Belgíu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarssson í leik með Cercle Bruges.
Arnar Þór Viðarssson í leik með Cercle Bruges. Nordic photos/AFP

Cercle Bruges vann 2-0 sigur gegn Roeselare í belgísku deildinni í kvöld en bæði félög státuðu Íslendingum í byrjunarliðum sínum í leiknum.

Arnar Þór Viðarsson var í liði Cercle Bruges en bróðir hans Bjarni Þór var í liði Roeselare ásamt Hólmari Erni Eyjólfssyni.

Arnar Þór hafði sem sagt betur gegn litla bróður sínum en Sergeant og Reynaldo skoruðu mörk heimamanna í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×