Miðbæjarskólinn fær 120 milljónir til aðlögunar 29. júlí 2010 03:30 Meðal þeirra bygginga sem fá fjárframlög frá ríkinu til endurbóta er Miðbæjarskólinn í Reykjavík, hægra megin á myndinni.FRÉTTABLAÐIÐ/gva Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent