Miðbæjarskólinn fær 120 milljónir til aðlögunar 29. júlí 2010 03:30 Meðal þeirra bygginga sem fá fjárframlög frá ríkinu til endurbóta er Miðbæjarskólinn í Reykjavík, hægra megin á myndinni.FRÉTTABLAÐIÐ/gva Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjármálaráðherra lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnar í byrjun síðustu viku um að leggja fram 500 milljónir króna í uppbyggingu og viðhald ýmissa opinberra bygginga í landinu. Fjárframlagið var samþykkt á fundinum og listi yfir byggingarnar var síðar samþykktur í vikunni af efnahags- og viðskiptanefnd. Langstærsti hluti framlagsins, 120 milljónir, rennur til eldvarnamála, viðhalds og endurbóta Miðbæjarskólans og aðlögunar byggingarinnar að nýju hlutverki. Nú standa yfir viðræður milli ríkis og borgar varðandi stækkun Kvennaskólans og hvort eigi að færa starfsemina úr núverandi byggingu yfir í Miðbæjarskólann. „Við eigum nú í viðræðum við ríkið varðandi þann möguleika,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Borgarráð er búið að samþykkja tillöguna til að tryggja áframhaldandi skólahald í miðborginni á framhaldsskólastigi. Þetta er nátengt hugmyndinni um að húsinu yrði sýnd virðing og það endurgert í því sem næst upprunalegri mynd.“ Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að mikilvægast sé að halda húsinu vel við og að þar verði áfram starfrækt opinber starfsemi í eigu borgarinnar. „Þetta er frábær bygging og þessu fjármagni er örugglega vel varið,“ segir Hjálmar. Landspítalinn fær samtals 90 milljóna framlag til ýmissa endurbóta og verkefna og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fær 60 . Af þeim fara 50 milljónir í viðhald og endurbætur á endurhæfingar- og legudeildinni á Kristnesi í Eyjarfjarðarsveit og 10 milljónir í endurnýjun á vatnslagnakerfi elsta hluta sjúkrahússins. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fær 40 milljónir í almennar viðgerðir og hinar 190 milljónirnar skiptast niður á fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Norðurlandi. Verkefnin voru valin með áherslu á mannaflsfrekar viðhaldsframkvæmdir, sem gagnast helst þeim landsvæðum þar sem atvinnuleysi er mikið, og þær byggingar þar sem bæta megi aðgengi fatlaðra. Allar byggingarnar eru í opinberri eigu; söfn, heilbrigðis- og heilsugæslustofnanir og húsnæði tengt menntamálum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira