Fótbolti

Ólafur: Ég er bara ánægður með þennan riðil

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Stefán

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands var bara frekar sáttur með dráttinn í undankeppni EM 2012 í fótbolta en dregið var í riðla í Vasjá í Póllandi í dag. Ísland er í H-riðli ásamt Portúgal, Danmörku, Noreguri og Kýpur.

„Ég er bara ánægður með þennan riðil en auðvitað er ég frekar fúll að vera í fimm liða riðli. Þá fengum við ekki eina lakari þjóð með okkur í riðilinn. En hvað varðar ferðalög og annað slíkt þá gæti ég ekki verið ánægðari," sagði Ólafur í viðtali við Vísi eftir að drátturinn lá fyrir.

Ólafur viðurkennir þó að hann hafi frekar viljað fá Englendinga úr 1. styrkleikaflokki í stað Portúgals.

„England var náttúrulega draumamótherjinn en svona er þetta bara. Við fáum bara Portúgal í staðinn sem eru með besta leikmann heims innanborðs," sagði Ólafur en nánar verður talað við landsliðsþjálfarann í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×