Enski boltinn

Kjær myndi íhuga að fara til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjær í leik með danska landsliðinu á HM.
Kjær í leik með danska landsliðinu á HM. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður danska varnarmannsins Simon Kjær segir að leikmaðurinn myndi íhuga að fara til Tottenham ef tilboð bærist þaðan.

Í gær fullyrti forseti Palermo að Tottenham hefði lagt fram tilboð í Kjær og úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani upp á 35 milljónir evra í gær. Því neitaði Tottenham.

„Það hefur verið mikill áhugi á honum en það er ekkert öruggt eins og er," sagði umboðsmaður Kjær í samtali við enska fjölmiðla. „Við erum því bara í biðstöðu eins og er."

Hann segir að það komi vel til greina að skoða það að fara til Tottenham ef tilboð bærist þaðan. „Ef félögin komast að samkomulagi um kaupverð væri það mjög eðlilegt að skoða það. En það er ekki komið svo langt og því er lítið hægt að velta því fyrir sér núna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×