Enski boltinn

Balotelli yrði betra í enska boltanum en þeim ítalska

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalinn Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er fullviss um að framherjinn Mario Balotelli yrði á heimavelli í enska fótboltanum. Balotelli hefur verið sterklega orðaður við England í allt sumar og bæði Manchester-liðin eru á eftir honum.

Það var einmitt Roberto Mancini, stjóri Man. City, sem gaf Balotelli sitt fyrsta tækifæri með Inter er hann stýrði ítalska liðinu.

Ancelotti segir að Balotelli myndi falla vel inn í leikmannahóp Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd og er á því að enski boltinn henti honum vel.

"Ég held hann myndi standa sig vel hérna. Andrúmsloftið er allt annað en í ítalska boltanum. Ég held að leikmaður með karakter eins og Balotelli ætti frekar upp á pallborðið á Englandi en á Ítalíu," sagði Ancelotti en Balotelli lenti meðal annars í því síðasta vetur að hans eigin stuðningsmenn bauluðu á hann.

Sjálfur segist Ancelotti hafa áhuga á að hafa Balotelli í sínum hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×