Íslenski boltinn

Víkingar slátruðu Gróttu og komust á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Helgi komst tvívegis á blað hjá Víkingum í kvöld.
Helgi komst tvívegis á blað hjá Víkingum í kvöld.

Víkingar áttu ekki í vandræðum með að slátra Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. Þeir unnu 6-1 sigur og komust þar með í toppsæti 1. deildarinnar.

Umferðinni lýkur með þremur leikjum á morgun. Leiknismenn eiga þá möguleika á að endurheimta efsta sætið takist þeim að leggja KA fyrir norðan.

Gróttumenn eru í harðri fallbaráttu og fara niður í fallsæti á morgun ef Fjarðabyggð vinnur Njarðvík.

HK-ingar eru nær öruggir með sæti sitt í deildinni eftir mikilvægan sigur á Fjölni í kvöld en eftir þau úrslit dó von Grafarvogsliðsins um að komast upp.

Grótta - Víkingur 1-6

0-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson (4.)

0-2 Helgi Sigurðsson (17.)

0-3 Viktor Örn Guðmundsson (55.)

0-4 Marteinn Briem (59.)

0-5 Helgi Sigurðsson (65.)

1-5 Ásgrímur Sigurðsson (69.)

1-6 Marteinn Briem (74.)

HK - Fjölnir 1-0

1-0 Ólafur Júlíusson (44)

Leikir morgundagsins:

14:00 ÍR - Þór Akureyri (ÍR-völlur)

14:00 Fjarðabyggð - Njarðvík (Eskifjarðarv.)

15:00 KA - Leiknir (Akureyrarvöllur)

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá strákunum á Fótbolti.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×