Fyrsti leikur Favre í stúkunni á 20 ára ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2010 23:36 Favre mætir til leiks í kvöld. Hann gerði sér smá vonir um að spila en varð loksins að játa sig sigraðan og fá sér sæti í stúkunni. AP Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Eitt magnaðasta met íþróttasögunnar er tvímælalaust sá ótrúlegi fjöldi leikja sem leikstjórnandinn Brett Favre hefur spilað í röð í NFL-deildinni. Allt tekur enda og svo á einnig við um met Favre. Hann mun ekki geta leikið með Minnesota Vikings í kvöld gegn NY Giants vegna meiðsla. Sá leikur var þegar merkilegur fyrir þær sakir að hann þarf að fara fram í Detroit eftir að þakið hrundi á heimavelli Minnesota. Nú er þessi leikur farinn í sögubækurnar. Allt frá því Favre lék sinn fyrsta leik fyrir Green Bay Packers árið 1992 hefur hann byrjað alla leiki sína á ferlinum. Alls var Favre búinn spila 297 deildarleiki í röð og leikirnir eru vel yfir 300 ef leikir í úrslitakeppni eru taldir með. Þetta met er algerlega einstakt enda er amerískur fótbolti hörð íþrótt, meiðsli tíð og ferill leikmanna styttri en í öðrum íþróttum. Leikstjórnendur fá þess utan oft í leik harða skelli og þunga menn ofan á sig. Aðrir leikmenn hreinlega reyna að meiða þá og koma þeim úr leiknum. Favre hefur meðal annars spilað ökklabrotinn í vetur en axlarmeiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Buffalo um síðustu helgi settu þennan 41 árs gamla harðjaxl loks á bekkinn og reyndar alla leið í stúkuna núna. Favre hefur verið í deildinni í 20 ár og það verður vafalítið sérstök reynsla fyrir hann að fylgjast með leik kvöldsins úr stúkunni.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira