Össur um forseta Póllands: Hlýja hans gagnvart Íslandi var ótvíræð 10. apríl 2010 16:32 „Forsetinn hafði mikinn áhuga á íslensku þjóðinni og þekkti málefni hennar vel,“ segir Össur. Mynd/Anton Brink „Þetta er ógurlega sorglegt og ég fyllist samúð með pólsku þjóðinni að missa forseta sinn með þessu hætti," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, um Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í morgun. Talið er að 96 manns hafi farist í slysinu, þar á meðal forsetafrúin, fjölmargir háttsettir embættismenn og æðstu ráðamenn pólska hersins. „Ég hitti forsetann nokkrum sinnum og átti tvisvar með honum fundi. Í fyrra skiptið í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Strassborg. Síðan átti ég með honum fund ásamt forseta Íslands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum," segir Össur. Hafði samúð með Íslendingum Utanríkisráðherra segir að Kaczynski hafi að mörgu leyti verið umdeildur maður en hlýja hans gagnvart Íslandi hafi verið ótvíræð. Forsetinn hafi haft mikinn áhuga á íslensku þjóðinni og þekkti málefni hennar vel. „Í september ræddi ég einkum við hann um erfiðu deilumálin, samstarfið við AGS og Icesave. Hann hafði mjög mikla samúð og skilning með okkar stöðu. Það var alveg ótvírætt af hálfu Pólverja að þeir studdu okkur og tengdu stuðninginn með engum hætti við lánveitingar í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Icesave deiluna," segir Össur. Á leiðtogafundinum í Strassborg í apríl á síðasta ári segist Össur hafa náð að þakka Kaczynski drenglyndi Pólverja eftir bankahrunið þegar Pólverjar buðu Íslendingum lán upp á tæplega 200 milljónir bandaríkjadala. „Þeir gerðu það ekki með neinum lúðrablæstri og söng. Þeir létu nægja að segja Svíum, sem höfðu þá forystu um lánið til okkar, að þeir vildu vera hluti af Norðurlandahópnum. Við í ríkisstjórninni heyrðum fyrst af þessu í erlendum fréttum þannig að þeir voru ekki slá sér upp á því," segir Össur.Fróður um Ísland og stöðu Pólverja hér á landi Össur segir að það hafi glatt Kaczynski að heyra af því hversu vel Pólverjum hafi verið tekið á Íslandi. „Það var alveg ljóst að bæði skiptinn sem ég átti við hann lengri samtöl að hann var mjög þakklátur fyrir það hvað hversu opnum örmum Íslendingar hefðu tekið pólska samfélaginu á Íslandi. Hann vissi mikið um stöðu ísland og stöðu Pólverja hér á landi. Hann vissi til að mynda að Pólverjar væru stærstu þjóðarbrotið og að sambúðin hefði gengið mjög vel. Hann var mjög glaður þegar ég sagði honum hve mikilvægir þeir hefðu verið í okkar samfélagi. Þannig að það er ljóst að Kaczynski var af einn af þeim sem vildu styðja okkur," segir Össur. Tengdar fréttir Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins. 10. apríl 2010 14:57 Minningarathöfn vegna flugslyssins Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust. 10. apríl 2010 14:27 Forseti Póllands fórst í flugslysi Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð. 10. apríl 2010 09:06 Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið. 10. apríl 2010 11:37 Jóhanna sendi samúðarkveðjur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust. 10. apríl 2010 15:54 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Sjá meira
„Þetta er ógurlega sorglegt og ég fyllist samúð með pólsku þjóðinni að missa forseta sinn með þessu hætti," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, um Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í morgun. Talið er að 96 manns hafi farist í slysinu, þar á meðal forsetafrúin, fjölmargir háttsettir embættismenn og æðstu ráðamenn pólska hersins. „Ég hitti forsetann nokkrum sinnum og átti tvisvar með honum fundi. Í fyrra skiptið í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Strassborg. Síðan átti ég með honum fund ásamt forseta Íslands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum," segir Össur. Hafði samúð með Íslendingum Utanríkisráðherra segir að Kaczynski hafi að mörgu leyti verið umdeildur maður en hlýja hans gagnvart Íslandi hafi verið ótvíræð. Forsetinn hafi haft mikinn áhuga á íslensku þjóðinni og þekkti málefni hennar vel. „Í september ræddi ég einkum við hann um erfiðu deilumálin, samstarfið við AGS og Icesave. Hann hafði mjög mikla samúð og skilning með okkar stöðu. Það var alveg ótvírætt af hálfu Pólverja að þeir studdu okkur og tengdu stuðninginn með engum hætti við lánveitingar í tengslum við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Icesave deiluna," segir Össur. Á leiðtogafundinum í Strassborg í apríl á síðasta ári segist Össur hafa náð að þakka Kaczynski drenglyndi Pólverja eftir bankahrunið þegar Pólverjar buðu Íslendingum lán upp á tæplega 200 milljónir bandaríkjadala. „Þeir gerðu það ekki með neinum lúðrablæstri og söng. Þeir létu nægja að segja Svíum, sem höfðu þá forystu um lánið til okkar, að þeir vildu vera hluti af Norðurlandahópnum. Við í ríkisstjórninni heyrðum fyrst af þessu í erlendum fréttum þannig að þeir voru ekki slá sér upp á því," segir Össur.Fróður um Ísland og stöðu Pólverja hér á landi Össur segir að það hafi glatt Kaczynski að heyra af því hversu vel Pólverjum hafi verið tekið á Íslandi. „Það var alveg ljóst að bæði skiptinn sem ég átti við hann lengri samtöl að hann var mjög þakklátur fyrir það hvað hversu opnum örmum Íslendingar hefðu tekið pólska samfélaginu á Íslandi. Hann vissi mikið um stöðu ísland og stöðu Pólverja hér á landi. Hann vissi til að mynda að Pólverjar væru stærstu þjóðarbrotið og að sambúðin hefði gengið mjög vel. Hann var mjög glaður þegar ég sagði honum hve mikilvægir þeir hefðu verið í okkar samfélagi. Þannig að það er ljóst að Kaczynski var af einn af þeim sem vildu styðja okkur," segir Össur.
Tengdar fréttir Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins. 10. apríl 2010 14:57 Minningarathöfn vegna flugslyssins Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust. 10. apríl 2010 14:27 Forseti Póllands fórst í flugslysi Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð. 10. apríl 2010 09:06 Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið. 10. apríl 2010 11:37 Jóhanna sendi samúðarkveðjur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust. 10. apríl 2010 15:54 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Sjá meira
Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins. 10. apríl 2010 14:57
Minningarathöfn vegna flugslyssins Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust. 10. apríl 2010 14:27
Forseti Póllands fórst í flugslysi Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð. 10. apríl 2010 09:06
Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið. 10. apríl 2010 11:37
Jóhanna sendi samúðarkveðjur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust. 10. apríl 2010 15:54