Innlent

Kynna og kanna undraheima vísindanna

Norræna húsið. Eitt af markmiðum sýningarinnar er að glæða áhuga ungs fólks á raunvísindum.
Norræna húsið. Eitt af markmiðum sýningarinnar er að glæða áhuga ungs fólks á raunvísindum.
Ísprinsessa, vatnshrútur og eldorgel er á meðal þess sem börn á öllum aldri geta kynnt sér í Norræna húsinu næstu vikur, en Tilraunalandið opnaði þar í gær. Það er sýning sem hefur það að markmiði að kynna og kanna undraheima vísindanna.

Það er Norræna húsið og Háskóli Íslands sem standa fyrir Tilraunalandinu sem er gagnvirk sýning þar sem vísindin eru kynnt á óvenjulegan og skemmtilegan hátt með virkri þátttöku gesta. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnaði sýninguna formlega í hádeginu með hvelli.

Sýningin er öllum opin, alla daga vikunnar og það er frítt inn, en eitt af markmiðum sýningarinnar er að glæða áhuga ungs fólks á raunvísindum

„Vísindi eru ekki einhver dularfullur lokaður heimur. Vísindi eru hluti af okkar daglega lífi. Þau eru alls staðar í kringum okkur og það er skemmtilegra að vita eitthvað um þau og skilja þau," segir Guðrún Bachman, kynningarstjóri Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×