Íslenski boltinn

Lady Gaga fagn hjá finnsku liði í engum Stjörnuklassa - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn fagna einu marka sinna í sumar.
Stjörnumenn fagna einu marka sinna í sumar. Mynd/Anton
Fögn Stjörnumanna hafa farið eins og eldur um sinu á netmiðlum síðustu vikur og pressan hefur verið mikil á liðið að koma með ný og fersk fögn. Að sjálfsögðu hafa komið upp "eftirhermur" og eitt þeirra kemur frá Finnlandi.

Finnska 3. deildarliðið Hango IK ætlaði sér að skapa sér nafn í heimi liða sem fagna mörkum sínum á sem skemmtilegasta hátt. Það er óhætt að segja að þeir Halldór Orri Björnsson og Laxdal-bræður hefðu getað hjálpað þeim aðeins í hugmyndavinnunni enda er fagnið svo sannarlega ekki í Stjörnuklassa.

Þrír Brasilíumenn í liði Hango IK fögnuðu einu marka sinna í 4-1 sigri á LPS á dögunum með því að skella sér í gervi tónlistarkonunnar Lady Gaga. Markið var potmark af verstu gerð og fagnið vare í raun litlu skárra.

Þeir hlupu til aðstoðarmanns á hliðarlínunni eftir markið, settu á sig hárkollu og sólgleraugu og buðu upp á eigin útgáfu af "Bad Romance" myndbandi Lady Gaga. Það má sjá myndband af fagninu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×