Leigubílstjórar berjast fyrir síðustu mannlegu bensínstöðinni Valur Grettisson skrifar 20. október 2010 20:48 Bensínstöðin sem á að loka. „Það sem ég heyrði var að þeir voru kallaðir á fund fyrir örfáum dögum síðan og tilkynnt að það ætti að loka stöðinni," segir leigubílstjórinn Þórhallur Óskarsson, sem hefur hafið undirskriftarsöfnun til þess að koma í veg fyrir að bensínstöð Skeljungs í SKógarhlíðinni, fyrir ofan slökkviliðstöðina, verði lokað. Þegar hafa hundruð manns skrifað nöfn sín á mótmælaskjalið sem stendur til að afhenda stjórnendum Skeljungs á föstudaginn. Þórhallur starfar á BSR sem hefur aðstöðu rétt hjá bensínstöðinni, sem hann vill meina að sé ein af síðustu mannlegu bensínstöðunum sem hægt er að finna á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er svona lítil félagsmiðstöð auk þess sem starfsmennirnir þarna, Loftur og Guðmundur, hafa starfað í áratugi á stöðinni," segir Þórhallur sem áréttar að bensínstöðin hafi ekki eingöngu tilfinningalegt gildi fyrir leigubílstjórana og fleiri, heldur sé hægt að nálgast talsvert sérstækari þekkingu á stöðinni heldur en finna má á mörgum öðrum bensínstöðvum. „Þetta er mannleg bensínstöð en ekki vélræn pulsusala eins og flestar bensínstöðvar eru orðnar í dag," segir Þórhallur sem þykir hart ef það á að loka stöðinni með þeim afleiðingum að viðskiptavinirnir þurfi að sækja sína þjónustu í litlu verslunarmiðstöðvarnar eins og hann vill meina að nútímabensínstöðvar séu orðnar. „Og þó ég þori nú ekki að fullyrða um það þá heyrði ég samt að þetta væri fyrsta steinsteypta bensínstöðin hér á landi," segir Þórhallur sem hefur einnig heyrt að húsnæðið sjálft sé friðað án þess að hafa fengið það staðfest. Sjálfur hefur Þórhallur starfað í tæp tuttugu ár á BSR og á þeim tíma ávallt sótt sína þjónustu á bensínstöðina í Skógarhlíð. Hann segist hafa séð sama fólkið koma í áraraðir á stöðina til þess að fá sína þjónustu, og bætir við að því sé sennilega að þakka frábærri þjónustu Guðmundar og Lofts. Þegar hafa þekkt nöfn skrifað nöfn sín á undirskriftarlistann, meðal annars óperusöngvarinn frægi, Kristján Jóhannsson og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Þórhallur ætlar, eins og fyrr segir, að afhenda stjórnendum Skeljungs undirskriftirnar á föstudaginn, en söfnunin hófst á mánudaginn. Til stendur að loka stöðinni á sunnudaginn að óbreyttu. „Vonandi hætta þeir við það," segir Þórhallur sem vonast til þess að stjórnendur sjái af sér, það hljóti að vera rými fyrir persónulega bensínstöð, segir Þórhallur að lokum. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Það sem ég heyrði var að þeir voru kallaðir á fund fyrir örfáum dögum síðan og tilkynnt að það ætti að loka stöðinni," segir leigubílstjórinn Þórhallur Óskarsson, sem hefur hafið undirskriftarsöfnun til þess að koma í veg fyrir að bensínstöð Skeljungs í SKógarhlíðinni, fyrir ofan slökkviliðstöðina, verði lokað. Þegar hafa hundruð manns skrifað nöfn sín á mótmælaskjalið sem stendur til að afhenda stjórnendum Skeljungs á föstudaginn. Þórhallur starfar á BSR sem hefur aðstöðu rétt hjá bensínstöðinni, sem hann vill meina að sé ein af síðustu mannlegu bensínstöðunum sem hægt er að finna á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er svona lítil félagsmiðstöð auk þess sem starfsmennirnir þarna, Loftur og Guðmundur, hafa starfað í áratugi á stöðinni," segir Þórhallur sem áréttar að bensínstöðin hafi ekki eingöngu tilfinningalegt gildi fyrir leigubílstjórana og fleiri, heldur sé hægt að nálgast talsvert sérstækari þekkingu á stöðinni heldur en finna má á mörgum öðrum bensínstöðvum. „Þetta er mannleg bensínstöð en ekki vélræn pulsusala eins og flestar bensínstöðvar eru orðnar í dag," segir Þórhallur sem þykir hart ef það á að loka stöðinni með þeim afleiðingum að viðskiptavinirnir þurfi að sækja sína þjónustu í litlu verslunarmiðstöðvarnar eins og hann vill meina að nútímabensínstöðvar séu orðnar. „Og þó ég þori nú ekki að fullyrða um það þá heyrði ég samt að þetta væri fyrsta steinsteypta bensínstöðin hér á landi," segir Þórhallur sem hefur einnig heyrt að húsnæðið sjálft sé friðað án þess að hafa fengið það staðfest. Sjálfur hefur Þórhallur starfað í tæp tuttugu ár á BSR og á þeim tíma ávallt sótt sína þjónustu á bensínstöðina í Skógarhlíð. Hann segist hafa séð sama fólkið koma í áraraðir á stöðina til þess að fá sína þjónustu, og bætir við að því sé sennilega að þakka frábærri þjónustu Guðmundar og Lofts. Þegar hafa þekkt nöfn skrifað nöfn sín á undirskriftarlistann, meðal annars óperusöngvarinn frægi, Kristján Jóhannsson og leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Þórhallur ætlar, eins og fyrr segir, að afhenda stjórnendum Skeljungs undirskriftirnar á föstudaginn, en söfnunin hófst á mánudaginn. Til stendur að loka stöðinni á sunnudaginn að óbreyttu. „Vonandi hætta þeir við það," segir Þórhallur sem vonast til þess að stjórnendur sjái af sér, það hljóti að vera rými fyrir persónulega bensínstöð, segir Þórhallur að lokum.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira