Innlent

Allar greinar smábátaútgerðanna með í úttekt

Mynd/GVA
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt fund í morgun með Arthuri Bogasyni, formanni Landssambands smábátaeigenda ásamt Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra Matís ohf. og Sigurjóni Arasyni, verkfræðingi Matís ohf. Þar varð samkomulag um að Matís ohf. ynni greiningu á nýtingar- og gæðamálum smábátaútgerðanna í samvinnu við Landsamband smábátaeigenda. Markmiðið er skýrt og það er að komið sé með allan afla að landi og jafnframt að ná fram hámarks nýtingu og gæðum hráefnisins að öðru leyti, að fram kemur í fréttatilkynning frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Allar greinar smábátaútgerðanna verða með í þessari úttekt. Fjallað verður um grásleppuveiðar jafnt sem línuveiðar afkastamikilla hraðfiskbáta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×