Fólk í hjólastól fær ókeypis í Smárabíó 16. mars 2010 04:00 Guðjón Sigurðsson Góð aðstaða er fyrir gesti í hjólastólum í Smárabíói. Það eyðileggur ekki ánægjuna að ókeypis er fyrir þennan hóp á sýningar í kvikmyndahúsinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Þarna get ég farið án þess að borga inn. Auðvitað kostar þetta stórfé í popp og kók en það er valfrjálst,“ segir Guðjón Sigurðsson, sem eins og aðrir sem eru í hjólastólum, fær frítt á sýningar í Smárabíói. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar í Smárabíói, segir að strax í upphafi hafi kvikmyndahúsið verið hannað til að geta tekið á móti fólki í hjólastólum. Í stærsta salnum séu tvö sérstök stæði fyrir hjólastóla en eitt stæði í hinum sölunum. „Það var ákveðið strax í byrjun að rukka ekki þennan hóp og það hefur ekki þótt ástæða til að endurskoða það. Það má segja að þótt þetta fólk sé að njóta myndarinnar eins og aðrir þá tekur það ekki sæti frá öðrum því það kemur með sitt eigi sæti,“ segir Konstantín, sem kveður þessa þjónustu ekki hafa verið kynnta sérstaklega. „Þótt ég minnist þess ekki að við höfum þurft að vísa neinum í hjólastól frá þá komum við ekki mörgum fyrir á hverja sýningu. Þetta hefur hins vegar borist frá manni til manns.“ Konstantín segir fyrirkomulagið eingöngu eiga við um bíógesti í hjólastólum. Aldraðir og öryrkjar fái hins vegar afslátt. Fólk sé vissulega þakklátt fyrir þjónustuna. „Og auðvitað erum við alltaf þakklát ef fólk er þakklátt – það er ekki svo oft sem það gerist,“ segir hann. Aðspurður kveðst Guðjón ekki fara mjög oft í bíó. „En þegar ég fer þá fer ég í Smárabíó,“ segir hann. Guðjón, sem sjálfur er í hjólastól vegna MND-sjúkdóms, útskýrir að sumir sem séu í hjólastólum þurfi að hafa með sér aðstoðarmann á kvikmyndasýningar eða tónleika. Það fari meðal annars eftir einstaklingunum og aðstæðum á hverjum stað. „Þá þarf maður venjulega að kaupa tvo miða því það þarf að borga fyrir aðstoðarmanninn líka. Oftast fer ég á bíó með fjölskyldu eða vinum en ef ég þyrfti að hafa aðstoðarmann með mér í Smárabíó þá borgaði ég bara fyrir einn. Það munar um það og það á að vekja athygli á því sem vel er gert.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
„Þarna get ég farið án þess að borga inn. Auðvitað kostar þetta stórfé í popp og kók en það er valfrjálst,“ segir Guðjón Sigurðsson, sem eins og aðrir sem eru í hjólastólum, fær frítt á sýningar í Smárabíói. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar í Smárabíói, segir að strax í upphafi hafi kvikmyndahúsið verið hannað til að geta tekið á móti fólki í hjólastólum. Í stærsta salnum séu tvö sérstök stæði fyrir hjólastóla en eitt stæði í hinum sölunum. „Það var ákveðið strax í byrjun að rukka ekki þennan hóp og það hefur ekki þótt ástæða til að endurskoða það. Það má segja að þótt þetta fólk sé að njóta myndarinnar eins og aðrir þá tekur það ekki sæti frá öðrum því það kemur með sitt eigi sæti,“ segir Konstantín, sem kveður þessa þjónustu ekki hafa verið kynnta sérstaklega. „Þótt ég minnist þess ekki að við höfum þurft að vísa neinum í hjólastól frá þá komum við ekki mörgum fyrir á hverja sýningu. Þetta hefur hins vegar borist frá manni til manns.“ Konstantín segir fyrirkomulagið eingöngu eiga við um bíógesti í hjólastólum. Aldraðir og öryrkjar fái hins vegar afslátt. Fólk sé vissulega þakklátt fyrir þjónustuna. „Og auðvitað erum við alltaf þakklát ef fólk er þakklátt – það er ekki svo oft sem það gerist,“ segir hann. Aðspurður kveðst Guðjón ekki fara mjög oft í bíó. „En þegar ég fer þá fer ég í Smárabíó,“ segir hann. Guðjón, sem sjálfur er í hjólastól vegna MND-sjúkdóms, útskýrir að sumir sem séu í hjólastólum þurfi að hafa með sér aðstoðarmann á kvikmyndasýningar eða tónleika. Það fari meðal annars eftir einstaklingunum og aðstæðum á hverjum stað. „Þá þarf maður venjulega að kaupa tvo miða því það þarf að borga fyrir aðstoðarmanninn líka. Oftast fer ég á bíó með fjölskyldu eða vinum en ef ég þyrfti að hafa aðstoðarmann með mér í Smárabíó þá borgaði ég bara fyrir einn. Það munar um það og það á að vekja athygli á því sem vel er gert.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira