Innlent

Forystumenn bankanna kallaðir á fund vegna bónuskerfa

Mynd/GVA
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar, ætlar að boða fulltrúa bankanna á fund viðskiptanefndar til að ræða hugmyndir um bónusgreiðslur til bankastarfsmanna. Lilja sagði á þingfundi í dag að ótímabært væri að innleiða slíkt kerfi á nýjan leik.

„Sérstaklega þar sem bónuskerfið sem var við lýði fyrir bankahrun leiddi til þess að margir bankastarfsmenn freistuðust til þess að setja eigin hagsmuni ofar almannahagsmunum og ráðlögðu fólki meðal annars að taka gengistryggð lán þrátt fyrir áhættuna sem því fylgir," sagði Lilja.


Tengdar fréttir

Bónuskerfi bankastarfsmanna verði skattlagt upp í rjáfur

Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að berjast gegn því að bónuskerfi verði tekin upp í bönkunum. Hann segir eðlilegt að slíkt kerfi verði skattlagt upp í rjáfur. Þetta kom fram í máli þingmannsins við upphaf þingfundar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×