Bótasvikasveit sparar ríkinu á fjórða hundrað milljónir Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 16. mars 2010 18:33 Hópur sem vinnur að því að uppræta bótasvik sparaði Vinnumálastofnun útgjöld sem nema á fjórða hundrað milljónum króna á um 3 mánaða tímabili. Tugir mála vegna ofgreiddra bóta verða sendir til innheimtu á næstu vikum. Fjögurra manna teymi á vegum Vinnumálastofnunar var sett á laggirnar síðasta haust til að hafa eftirlit með bótasvikum. Eftirlitsdeildin á gott samstarf við Ríkisskattstjóra og fleiri opinberar stofnanir. Um 16,900 manns eru atvinnulausir í dag en bæturnar nema um 150.000 krónum á mánuði. Í heild fara því um tveir og hálfur milljarður króna í atvinnuleysisbætur hvern mánuð. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfið hafa skilað miklum árangri og sparað ríkinu umtalsverðar fjárhæðir. „Við höfum reiknað það út að bara frá því í október, réttara sagt frá miðjum september og fram að áramótum, þá kunnum við að hafa náð um það bil á fjórða hundrað milljóna króna í sparnað í sparnað vegna útgreiðslu atvinnuleysisbóta," segir Gissur. Þá hefur Vinnumálastofnun fengið Sýslumanninn á Blönduósi til að sjá um innheimtustörf vegna ofgreiddra bóta sem fólk hefur fengið með sviksemi. Ofan á bæturnar leggst svo 15 prósenta álag. Aðspurður hvað hann geri ráð fyrir að mörg mál fari þessa leið á næstu vikum svarar Gissur: „Við ætlum að byrja með um 20 mál sem hafa legið hjá okkur og eru mjög skýr svikamál og síðan mun þetta samstarf þróast eitthvað í fyllingu tímans." Spurður hversu háar fjárhæðir um er að ræða svarar Gissur: „Þetta getur að einhverju leiti orðið samningsatriði en þetta getur skipt einhverjum hundruðum þúsunda per einstakling. Þannig að þetta tekur verulega í." Gissur Bætir svo við: „Það getur ekkert kerfi liðið það að það sé verið að greiða út framfærslutryggingu, eins og atvinnuleysistryggingar eru, til þeirra sem ekki eiga að fá þær." Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Hópur sem vinnur að því að uppræta bótasvik sparaði Vinnumálastofnun útgjöld sem nema á fjórða hundrað milljónum króna á um 3 mánaða tímabili. Tugir mála vegna ofgreiddra bóta verða sendir til innheimtu á næstu vikum. Fjögurra manna teymi á vegum Vinnumálastofnunar var sett á laggirnar síðasta haust til að hafa eftirlit með bótasvikum. Eftirlitsdeildin á gott samstarf við Ríkisskattstjóra og fleiri opinberar stofnanir. Um 16,900 manns eru atvinnulausir í dag en bæturnar nema um 150.000 krónum á mánuði. Í heild fara því um tveir og hálfur milljarður króna í atvinnuleysisbætur hvern mánuð. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfið hafa skilað miklum árangri og sparað ríkinu umtalsverðar fjárhæðir. „Við höfum reiknað það út að bara frá því í október, réttara sagt frá miðjum september og fram að áramótum, þá kunnum við að hafa náð um það bil á fjórða hundrað milljóna króna í sparnað í sparnað vegna útgreiðslu atvinnuleysisbóta," segir Gissur. Þá hefur Vinnumálastofnun fengið Sýslumanninn á Blönduósi til að sjá um innheimtustörf vegna ofgreiddra bóta sem fólk hefur fengið með sviksemi. Ofan á bæturnar leggst svo 15 prósenta álag. Aðspurður hvað hann geri ráð fyrir að mörg mál fari þessa leið á næstu vikum svarar Gissur: „Við ætlum að byrja með um 20 mál sem hafa legið hjá okkur og eru mjög skýr svikamál og síðan mun þetta samstarf þróast eitthvað í fyllingu tímans." Spurður hversu háar fjárhæðir um er að ræða svarar Gissur: „Þetta getur að einhverju leiti orðið samningsatriði en þetta getur skipt einhverjum hundruðum þúsunda per einstakling. Þannig að þetta tekur verulega í." Gissur Bætir svo við: „Það getur ekkert kerfi liðið það að það sé verið að greiða út framfærslutryggingu, eins og atvinnuleysistryggingar eru, til þeirra sem ekki eiga að fá þær."
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira