Lífið

Til heiðurs Stieg Larsson

Kepler-hjón Alexander og Alexandra höfðu reynt að skrifa bækur saman. Þeim tókst það loks þegar þau bjuggu til nýjan rithöfund, Lars Kepler. Hann er nefndur í höfuðið á Stieg <B>Larsson og vísindamanninum Johannesi Kepler.</B>
Kepler-hjón Alexander og Alexandra höfðu reynt að skrifa bækur saman. Þeim tókst það loks þegar þau bjuggu til nýjan rithöfund, Lars Kepler. Hann er nefndur í höfuðið á Stieg <B>Larsson og vísindamanninum Johannesi Kepler.</B>
Sænska spennusagan Dávaldurinn naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Höfundurinn kallaði sig Lars Kepler en fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Freyr Gígja Gunnarsson heyrði í rithöfundinum eða rithöfundunum.

Spennusagan Dávaldurinn fékk lofsamlega dóma þegar hún kom út og sænskir fjölmiðlar vildu auðvitað ná tali af þessum rithöfundi sem hafði óvænt slegið í gegn með sinni fyrstu bók. Þeir gripu hins vegar í tómt, Kepler virtist vera huldumaður eða hreinlega ekki til. Að endingu voru það tveir blaðamenn frá Aftenposten sem komust á snoðir um hvernig í málinu lá og það var þá sem hjónin og rithöfundarnir Alexander Ahndoril og Alexandra Coelho keyrðu með börnin sín frá sumarhúsi sínu til Stokkhólms, boðuðu til blaðamannafundar og upplýstu að þau væru Lars Kepler „Við ætluðum aldrei að afhjúpa okkur en þegar bókinni gekk svona vel þá varð allt brjálað og næstum öll sænska þjóðin tók þátt í því að reyna að grafast fyrir um hver Lars Kepler væri,“ segir Alexander í samtali við Fréttablaðið.

Dávaldurinn segir frá Joona Linna, finnskættuðum rannsóknarlögreglumanni hjá ríkislögreglunni í Svíþjóð. Hann tekur að sér að rannsaka ógeðfellt morð á fjölskyldu í smábæ og fær lækninn og fyrrum dávaldinn Erik Maria Bark til að dáleiða eina fórnarlambið sem lifði árásina af. Sú dáleiðsla á hins vegar eftir að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Bark og fjölskyldu hans. Joona Linna hefur þegar öðlast framhaldslíf í næstu bók Kepler-hjónanna og Alexander segir þau reyndar vera með það mikinn efnivið og margar hugmyndir að þau gætu skrifað átta bækur um Linna. Þriðja bókin sé allavega væntanleg og sú fjórða er komin vel á veg.

Alexander og Alexandra voru vel þekktir rithöfundar í „fínni“ bókmenntageiranum í Svíþjóð, höfðu skrifað, hvort í sínu lagi, hábókmenntalegar bækur, leikrit og lærðar greinar. „Við vildum skapa glæpasögu sem væri í stíl við spennumynd, væri byggð upp á svipaðan hátt og með sama tempói,“ segir Alexander og játar það fúslega að Millennium-þríleikur Stiegs Larsson hafi haft mikil áhrif á þau. „Larsson breytti spennusagnaforminu, hann kom með eitthvað nýtt, sýndi fram á að spennusaga þarf ekki bara að fjalla um morð og lögreglurannsókn,“ segir Alexander og útskýrir að nafnið Lars í Lars Kepler sé til heiðurs Stieg Larsson, slík áhrif hafi hann haft. Kepler sé hins vegar fengið frá Johannesi Kepler, vísindamanni sem leysti einhverja mestu ráðgátu átjándu aldar með því að treysta eingöngu á vísbendingar.

En það er ekki hægt að sleppa Alexander án þess að spyrja hann hverng það hafi gengið hjá þeim hjónum að skrifa bókina saman. „Við höfum áður reynt að skrifa bækur saman en sú vinna endaði í hávaðarifrildum og við rifumst um nánast allt milli himins og jarðar. En þegar við tókum ákvörðun um að búa til þetta dulnefni og breyttum um verkferla þá fór þetta að ganga. Í dag gætum við til að mynda ekki bent á hvort okkar á hvaða setningu.“

freyrgigja@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.