Fótbolti

Capello verður áfram með England - gerði munnlegt samkomulag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, ætlar ekki að fara til Internazionale Milan, því hann er búinn að gera munnlegt samkomulag við Sir David Richard, formann ensku landsliðsnefndarinnar, um að halda áfram með enska landsliðið eftir HM. Þetta kom fram á Sky News í morgun.

Fabio Capello og Sir David Richard töluðu aðeins saman í fimm mínútur en það var nóg til þess að fullvissa þá báða um sameiginlegan áhuga á því að Fabio Capello verði landsliðsþjálfari Englendinga fram yfir næstu Evrópukeppni sem fer fram sumarið 2012.

Fabio Capello vonast nú eftir að geta farið að fá frið til þess að einbeita sér á HM í Suður-Afríku en hann tilkynnir HM-hópinn sinn seinna í dag. Enska liðið flýgur síðan til Suður-Afríku á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×