Jöklafræðingur varar eindregið við ferðum um sprungusvæði jökla 31. janúar 2010 19:45 Helgi Björnsson. Mynd/Stefán Karlsson Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45
Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19