Jöklafræðingur varar eindregið við ferðum um sprungusvæði jökla 31. janúar 2010 19:45 Helgi Björnsson. Mynd/Stefán Karlsson Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45
Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19