Íslenski boltinn

Heimir: Gætu verið í toppbaráttunni í 1. deild með þetta lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
FH-ingar komust í kvöld í bikaúrslitaleikinn eftir 3-1 sigur á Víkingi úr Ólafsvík. Þjálfari liðsins var líka sáttur með sína menn í leikslok enda hefur það gengið illa hjá liðinu að komast í bikarúrslitaleikinn síðustu ár.

„Við erum mjög ánægðir með að vera komnir í bikarúrslitaleikinn," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH sem fær nú tækifæri til að stýra FH-liðinu í fyrsta sinn í bikaúrslitaleik.

„Við vissum það fyrir leikinn að þeir eru með gott lið. Þeir eru skipulagðir og beita skyndisóknum. Við vorum í vandræðum með þá í fyrri hálfleik þegar þeir voru að vísa okkur inn á miðjuna. Við vorum alltaf að fara þangað í staðinn fyrir að fara út á vængina þar sem að við erum sterkastir," sagði Heimir og bætti við:

„Við gerðum það betur í seinni hálfleik og unnum sanngjarnt.Ég held að Ólafsvík megi vera stolt af liðinu sínu því að þeir eru með frábært lið," sagði Heimir.

„Þeir slógu út Stjörnuna og eru með mikið sjálfstraust. Við vissum það að þetta yrði erfitt. Þeir gætu verið í toppbaráttunni í 1. deild með þetta lið," sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×