Innlent

Fjölmenni við gosstöðvarnar

Mynd/Pjetur
Nokkrir ferðamenn reyndu í gærkvöldi að komast alveg að fyrri gígnum á Fimmvörðuhálsi, þar sem gosið er hjaðnað, en lögreglan á Hvolsvelli bægði þeim frá. Lögreglan ítrekar að að fólk haldi sig í að minnstakosti kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum, líka frá eldri goskatlinum. Þá varar hún við vatnavöxtum í Hvanná og Krossá í Þórsmörk og gufusprengingum í Ytra-Hvannagili. Í gærkvöldi var fjölmenni við gosstöðvarnar á að minnstakosti hundrað bílum og stóð umferð langt fram á nótt.

En það er ekki bara að fólk fylgist með gosinu af vettvangi því um það bil ein  milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna eru frá Íslandi en það þýðir að um 38% heimsóknanna koma erlendis frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×