Íslenski boltinn

Þorvaldur: Hefði ég viljað sjá okkur skora fjórða markið

Ari Erlingsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara.

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var gríðarlega sáttur með 3-1 sigur á Blikum í kvöld og þá staðreynd að Fram sé komið á sigurbraut á nýjan leik.

„Við höfum vissulega verið að hiksta undanfarið en á móti höfum við verið að missa menn í meiðsli og leikbönn og eins og gengur og gerist þá er stundum mótvindur og ströggl og það einmitt við svoleiðist aðstæður sem reynir á menn og koma sér úr þannig aðstæðum.

Ég var mjög ánægður hvernig við náðum upp spili og rúlluðum boltanum vel, kannski hefði ég viljað sjá okkur skora fjórða markið í sinni hálfleik en síðan fáum við á okkur mark upp úr aukaspyrnu sem aldrei hefði átt að vera."

Framarar eiga framundan erfiðan bikarleik gegn KR á fimmtudaginn og Þorvaldur játti því að spilamennnskan í kvöld sé gott vegarnesti á þá baráttu.

„Við eigum framundan erfiðan leik Vestur í bæ, því við höfum nú ekkert verið að slá í gegn í þessum útileikjum gegn þeim undanfarið. Það er aldrei að vita nema að við snúum þeirri þróun við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×