Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. september 2025 11:24 Það gæti brugðið til beggja vona. AP Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum. Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile. Moldóva Rússland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile.
Moldóva Rússland Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira