Innlent

Signý nýr varaformaður

Fyrir utan ársfund ASÍ sem stendur nú yfir
Fyrir utan ársfund ASÍ sem stendur nú yfir
Signý Jóhannesdóttir, frá Stéttarfélagi Vesturlands, var fyrir stundu kjörin varaformaður ASÍ. Signý fékk 159 atkvæði eða 64 prósent. Guðrún J. Ólafsdóttir, úr VR, sem einnig bauð sig fram til varaformanns fékk 91 atkvæði eða 36 prósent.

Guðrún bauð sig fram til formanns ASÍ fyrr í dag en laut í lægra haldi fyrir sitjandi formanni, Gylfa Arnbjörnssyni.

Ársþing ASÍ stendur yfir á Hótel Nordica og eru um fjórir tugir mótmælenda þar fyrir utan og berja á tunnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×