Enski boltinn

Bendtner kemst varla fram úr rúminu - Gæti misst af byrjun tímabilsins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nicklas Bendtner í leik gegn Japan á HM.
Nicklas Bendtner í leik gegn Japan á HM. AFP
Nicklas Bendtner gæti misst af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna nárameiðsla. Gömul meiðsli tóku sig upp hjá Dananum á HM.

Í nóvember á síðasta ári fór hann í aðgerð og var frá vegna þeirra í nokkrar vikur. Hinn 22 ára gamli framherji segist eiga erfitt með að fara fram úr rúminu suma daga, slíkur er sársaukinn.

Hann þurfti að stytta fríið sitt til að ráða bót á meiðslunum.

"Ég er búinn að vera í sambandi við Arsenal allt fríið ég fer í nákvæmdar prófanir í vikunni til að skoða þetta," sagði Bendtner.

"Það þarf að skanna allan líkamann til að finna út úr þessu. Ég finn mikið til og þetta er mjög pirrandi," sagði Daninn.

Fyrsti leikur Arsenal á tímabilinu er gegn Liverpool þann 14. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×