Innlent

Hreiðar og Ingólfur lausir úr gæsluvarðhaldi

Hreiðar Már Sigurðsson á leiðinni í dómssal.
Hreiðar Már Sigurðsson á leiðinni í dómssal.

Hreiðari Má Sigurðssyni og Ingólfi Helgassyni, fyrrverandi forstjórum Kaupþings, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en báðir voru úrskurðaðir í farbann síðdegis í dag. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í samtali við Vísi í kvöld.

Hreiðar Már hefur kært farbannsúrskurðinn til Hæstaréttar en Ingólfur tók sér frest til þess að íhuga málið.

Farbannsúrskurðurinn gildir að óbreyttu til 27. maí.

Báðir áttu þeir að losna úr gæsluvarðhaldi á morgun en þeim var sleppt síðdegis.

Fyrir eru þeir Þeir Steingrímur P. Kárason, yfirmaður áhættustýringar og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, í farbanni.




Tengdar fréttir

Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Ástæða þess að farið var fram á lengra gæsluvarðhald yfir Hreiðari en Magnúsi er sú að Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Kaupþingsstjórar yfirheyrðir um helgina

Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rústum

Segir næg tækifæri hafa verið til að hafa áhrif á aðra

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segist hafa haft næg tækifæri til að hafa áhrif á aðra grunaða í málum hans og mótmælir gæsluvarðhaldinu yfir sér. Framburður hans stangast á við framburð annarra sem grunaðir eru í málinu.

Rökstuddur grunur um fjölda afbrota Hreiðars Más

„Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili (Hreiðar Már Sigurðsson innsk. blm.) undir rökstuddum grun um að hafa framið fjölmörg brot er fangelsisrefsing liggur við," segir í úrskurði Hæstaréttar þar sem rétturinn staðfestir gæsluvarðhaldið yfir Hreiðari Má. Visir.is hefur úrskurðinn undir höndum.

Framburður Hreiðars Más stangast á við aðra

Framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, stangaðist á við framburð annarra einstaklinga sem hafa gefið skýrslu í rannsókn sérstaks saksóknara samkvæmt fréttavef Viðskiptablaðsins sem hefur úrskurð Hæstaréttar undir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×