Pétur vissi ekki að hann væri í viðtali Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júní 2010 12:00 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Pétur Blöndal þingmaður segir í samtali við fréttastofuna að hann hafi ekki vitað að hann væri í viðtali við Fréttablaðið, en hann segir í blaðinu í morgun að þingmannsstarfið sé mannskemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpamanni" vegna styrkjamála, en hann hefur ekki gefið upp nöfn hjóna sem prentuðu fyrir hann kosningabækling. Pétur Blöndal var inntur eftir því af blaðamanni Fréttablaðsins hver hefði styrkt hann í prófkjöri haustið 2006 vegna þingkosninganna 2007, en Pétur gaf ekki upp styrkina til Ríkisendurskoðunar en honum bar engin lagaleg skylda að upplýsa um þá. Einhver styrkti Pétur fyrir nær fjórðung af prófkjörskostnaði hans, um 700.000 krónur, en heildarkostnaður prófkjörsins mun hafa verið um þrjár milljónir króna. Pétur segir í samtali við Fréttablaðið að 700 þúsund krónurnar hafi komið frá hjónum sem hafi prentað fyrir hann framboðsbækling. Hann hafði í síðustu viku sagst ætla að fá leyfi til að nafngreina manninn, en segist ekki vera búinn að tala við hann. Síðan segir Pétur í samtali við Fréttablaðið: „Í hvert einasta skipti sem ég býð mig fram hugsa ég hvort ég eigi að halda þessari vitleysu áfram því þetta er mannskemmandi að vera í þessu. Sérstaklega af því að maður er stimplaður glæpamaður fyrirfram. Mér er skapi næst að hætta bara. Þá skulu menn reyna að fá almennilegt fólk inn á þing þar sem ekki er borgað fyrir menntun eða reynslu. Ég fæ ekkert borgað fyrir menntunina mína, átta ára háskólanám, og er búinn að borga átta milljónir fyrir að fá þessa vinnu. Þetta er galið," segir hann. Fréttastofa náði tali af Pétri nú í morgun, en hann var á fundi efnahags- og skattanefndar og gat ekki veitt viðtal. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði ekki talið sig vera í viðtali þegar Fréttablaðið hefði haft samband við hann, heldur hafi hann verið að veita blaðamanni "background upplýsingar." Pétur sagði samt að sér liði oft þannig að þingmannsstarfið væri ekki metið að verðleikum og að rétt væri haft eftir sér í blaðinu. Hann sagðist vera á þingi af fullum heilindum, hann hefði sóst eftir þessu starfi vegna hugsjóna sinna og hann hefði fjármagnað sína baráttu í prófkjörum að stærstum hluta sjálfur. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Pétur Blöndal þingmaður segir í samtali við fréttastofuna að hann hafi ekki vitað að hann væri í viðtali við Fréttablaðið, en hann segir í blaðinu í morgun að þingmannsstarfið sé mannskemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpamanni" vegna styrkjamála, en hann hefur ekki gefið upp nöfn hjóna sem prentuðu fyrir hann kosningabækling. Pétur Blöndal var inntur eftir því af blaðamanni Fréttablaðsins hver hefði styrkt hann í prófkjöri haustið 2006 vegna þingkosninganna 2007, en Pétur gaf ekki upp styrkina til Ríkisendurskoðunar en honum bar engin lagaleg skylda að upplýsa um þá. Einhver styrkti Pétur fyrir nær fjórðung af prófkjörskostnaði hans, um 700.000 krónur, en heildarkostnaður prófkjörsins mun hafa verið um þrjár milljónir króna. Pétur segir í samtali við Fréttablaðið að 700 þúsund krónurnar hafi komið frá hjónum sem hafi prentað fyrir hann framboðsbækling. Hann hafði í síðustu viku sagst ætla að fá leyfi til að nafngreina manninn, en segist ekki vera búinn að tala við hann. Síðan segir Pétur í samtali við Fréttablaðið: „Í hvert einasta skipti sem ég býð mig fram hugsa ég hvort ég eigi að halda þessari vitleysu áfram því þetta er mannskemmandi að vera í þessu. Sérstaklega af því að maður er stimplaður glæpamaður fyrirfram. Mér er skapi næst að hætta bara. Þá skulu menn reyna að fá almennilegt fólk inn á þing þar sem ekki er borgað fyrir menntun eða reynslu. Ég fæ ekkert borgað fyrir menntunina mína, átta ára háskólanám, og er búinn að borga átta milljónir fyrir að fá þessa vinnu. Þetta er galið," segir hann. Fréttastofa náði tali af Pétri nú í morgun, en hann var á fundi efnahags- og skattanefndar og gat ekki veitt viðtal. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði ekki talið sig vera í viðtali þegar Fréttablaðið hefði haft samband við hann, heldur hafi hann verið að veita blaðamanni "background upplýsingar." Pétur sagði samt að sér liði oft þannig að þingmannsstarfið væri ekki metið að verðleikum og að rétt væri haft eftir sér í blaðinu. Hann sagðist vera á þingi af fullum heilindum, hann hefði sóst eftir þessu starfi vegna hugsjóna sinna og hann hefði fjármagnað sína baráttu í prófkjörum að stærstum hluta sjálfur.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira