Innlent

Pálmi vill þrjár milljónir í miskabætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pálmi Haraldsson vill þrjár milljónir frá Svavari Halldórssyni. Mynd/ Vilhelm.
Pálmi Haraldsson vill þrjár milljónir frá Svavari Halldórssyni. Mynd/ Vilhelm.
Pálmi Haraldsson fjárfestir vill fá 3 milljónir króna i miskabætur frá Svavari Halldórssyni vegna fréttar sem birtist í kvöldfréttum RÚV 25. mars.

Fréttastofa RÚV sagði frá því að Pálmi Haraldsson hafi fengið tveggja og hálfs milljarða króna lán frá Glitni rétt fyrir hrun gegn skuldaviðurkenningu í Baugi. Bankinn hafi ekkert fengið greitt og peningarnir væru týndir.

Þessu neitar Pálmi. Hann hótaði fréttastofu RÚV því stefnu ef að fréttin yrði ekki dregin til baka. Stefnan hefur núna verið gefin út. Svavari er stefnt vegna fréttarinnar en til vara er Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttaþul stefnt.

Auk þriggja milljóna krefst Pálmi 600 þúsunda til að kosta birtingu dómsins.






Tengdar fréttir

Pálmi hefur stefnt fréttamanni RÚV

Pálmi Haraldsson fjárfestir hefur stefnt Svavari Halldórssyni, fréttamanni á fréttastofu RÚV, vegna fréttar af málefnum Fons, eignarhaldsfélagi Pálma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×