Enski boltinn

Ferguson ekki á eftir Sneijder og Özil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann hafi gert Inter tilboð í Hollendinginn Wesley Sneijder. Fjölmiðlar hafa sagt United vera á eftir Hollendingnum og jafnvel sagt United hafa gert Inter tilboð.

"Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir koma. Ég skil ekki hvernig einhver getur hafnað mér ef ég gerði honum ekki tilboð," sagði Ferguson.

"Ég trúi því að hópurinn okkar sé sterkari en á síðustu leiktíð þar sem ungu leikmennirnir eru ári eldri."

Ferguson hefur einnig neitað því að hann sé á eftir Þjóðverjanum Mesut Özil.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×