Lífið

Ingó fluttur í fyrstu íbúðina

Ingó er fluttur inn í íbúðina sína og búinn að fara nokkrar ferðir í IKEA.  Fréttablaðið/Vilhelm
Ingó er fluttur inn í íbúðina sína og búinn að fara nokkrar ferðir í IKEA. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó eins og hann er jafnan kallaður, en hann er fluttur frá Selfossi og í sína fyrstu íbúð.

Fréttablaðið sagði frá því í september að Ingó væri búinn að festa kaup á íbúð í Gerðunum í Reykjavík og áætlað væri að hann myndi flytja inn í byrjun desember. Hann er nú fluttur inn og byrjaður að innrétta. „Ég fór frekar oft í IKEA í síðustu viku, er búinn að skrúfa saman nokkur borð og mamma kom og hengdi upp myndir,“ segir Ingó.

Hann segir jafnframt að búið sé að vígja eldhúsið en að það hafi ekki verið í hans höndum. „Ég bauð nokkrum vinum mínum í heimsókn og sagði við einn þeirra að ef hann ætlaði að koma, þá yrði hann að elda.“ Ingó segir að fyrsta Bónusferðin verði samt að bíða, þar sem hann sé ekki enn þá kominn með ísskáp. Hann telur sig ekki vera góðan kokk en ætlar samt að láta reyna á hæfileikana. „Ég held að þetta geti ekki verið mikið mál, maður hefur séð alls konar vitleysinga elda mat,“

Þegar Ingó festi kaup á íbúðinni sagði hann að innflutningspartíið stæði fram í febrúar. Er Ingó búinn að halda partí? „Já nokkur, en þau verða samt fleiri. Maður á vini héðan og þaðan.“ Hann segist ekki hafa fengið margar innflutningsgjafir en að það sé í lagi. „Ég sagði við vini mína að þeir ættu frekar að koma og fylla húsið af stemningu heldur en að gefa mér einhverjar gjafir,“ segir Ingó. - ka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.