Umfjöllun: Fram í undanúrslitin eftir að hafa yfirspilað Val Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 18:15 Framarar voru mun betri aðilinn í kvöld. Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með 3-1 sigri á Val í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld. Fram komst þar með í undanúrslitin annað árið í röð. Framarar gerðu út um leikinn með hreint mögnuðum átta mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir skoruðu þrívegis. Þeir hreinlega yfirspiluðu Valsmenn sem virtust alls ekki tilbúnir í leikinn á ný eftir hálfleikinn. Það er enginn vafi á því að Framarar áttu fullkomlega skilið að komast áfram. Þeir voru betri aðilinn allan leikinn. Það var þó ekki margt markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus að honum loknum. Framarar höfðu svo tögl og haldir í upphafi seinni hálfleiks. Halldór Hermann Jónsson braut ísinn með laglegu skoti. Josep Tillen lagði síðan upp mark fyrir Tómas Leifsson áður en hann skoraði svo þriðja markið sjálfur. Rúnar Már Sigurjónsson náði að minnka muninn fyrir Valsmenn sem fundu aldrei taktinn í leiknum og voru aldrei líklegir til að búa til spennu eftir að hafa fengið mörkin þrjú í andlitið. Bæði þessi Reykjavíkurlið hafa ekki verið að spila neitt sérlega vel í síðustu leikjum sínum. Valsmenn héldu uppteknum hætti í kvöld en Framarar voru hinsvegar tilbúnir að rífa sig upp úr lægðinni. Valsmenn náðu lítið að pressa í leiknum og vörn þeirra var óörugg. Eins og svo oft áður var það gríðarlega sterk liðsheild Fram sem var lykillinn að sigri þeirra. Ef það á að taka einhverja upp úr þá var Josep Tillen magnaður í leiknum, Halldór Hermann Jónsson að vanda gríðarlega mikilvægur á miðjunni og þá ber að hrósa þeim Jóni Orra Ólafssyni og Hlyni Atla Magnússyni sem voru í hjarta varnarinnar í fjarveru Jóns Guðna Fjólusonar og Kristjáns Haukssonar. Þeir áttu báðir flottan leik. Framarar eru komnir skrefinu nær bikarúrslitunum. Fram - Valur 3-1 1-0 Halldór Hermann Jónsson (50.) 2-0 Tómas Leifsson (55.) 3-0 Joe Tillen (58.) 3-1 Rúnar Már Sigurjónsson (66.) Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Jón Orri Ólafsson Hlynur Atli Magnússon Sam Tillen Jón Gunnar Eysteinsson Halldór Hermann Jónsson Almarr Ormarsson Josep Tillen Tómas Leifsson Hjálmar ÞórarinssonByrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Sigurbjörn Hreiðarsson Ian Jeffs Haukur Páll Sigurðsson Rúnar Már Sigurjónsson Viktor Unnar Illugason Danni Köni Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr., stóð sig verulega vel. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Reynir: Betra liðið vann í kvöld Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. 12. júlí 2010 23:17 Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum „Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld. 12. júlí 2010 23:07 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með 3-1 sigri á Val í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld. Fram komst þar með í undanúrslitin annað árið í röð. Framarar gerðu út um leikinn með hreint mögnuðum átta mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir skoruðu þrívegis. Þeir hreinlega yfirspiluðu Valsmenn sem virtust alls ekki tilbúnir í leikinn á ný eftir hálfleikinn. Það er enginn vafi á því að Framarar áttu fullkomlega skilið að komast áfram. Þeir voru betri aðilinn allan leikinn. Það var þó ekki margt markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus að honum loknum. Framarar höfðu svo tögl og haldir í upphafi seinni hálfleiks. Halldór Hermann Jónsson braut ísinn með laglegu skoti. Josep Tillen lagði síðan upp mark fyrir Tómas Leifsson áður en hann skoraði svo þriðja markið sjálfur. Rúnar Már Sigurjónsson náði að minnka muninn fyrir Valsmenn sem fundu aldrei taktinn í leiknum og voru aldrei líklegir til að búa til spennu eftir að hafa fengið mörkin þrjú í andlitið. Bæði þessi Reykjavíkurlið hafa ekki verið að spila neitt sérlega vel í síðustu leikjum sínum. Valsmenn héldu uppteknum hætti í kvöld en Framarar voru hinsvegar tilbúnir að rífa sig upp úr lægðinni. Valsmenn náðu lítið að pressa í leiknum og vörn þeirra var óörugg. Eins og svo oft áður var það gríðarlega sterk liðsheild Fram sem var lykillinn að sigri þeirra. Ef það á að taka einhverja upp úr þá var Josep Tillen magnaður í leiknum, Halldór Hermann Jónsson að vanda gríðarlega mikilvægur á miðjunni og þá ber að hrósa þeim Jóni Orra Ólafssyni og Hlyni Atla Magnússyni sem voru í hjarta varnarinnar í fjarveru Jóns Guðna Fjólusonar og Kristjáns Haukssonar. Þeir áttu báðir flottan leik. Framarar eru komnir skrefinu nær bikarúrslitunum. Fram - Valur 3-1 1-0 Halldór Hermann Jónsson (50.) 2-0 Tómas Leifsson (55.) 3-0 Joe Tillen (58.) 3-1 Rúnar Már Sigurjónsson (66.) Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Jón Orri Ólafsson Hlynur Atli Magnússon Sam Tillen Jón Gunnar Eysteinsson Halldór Hermann Jónsson Almarr Ormarsson Josep Tillen Tómas Leifsson Hjálmar ÞórarinssonByrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson Stefán Jóhann Eggertsson Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Martin Pedersen Sigurbjörn Hreiðarsson Ian Jeffs Haukur Páll Sigurðsson Rúnar Már Sigurjónsson Viktor Unnar Illugason Danni Köni Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr., stóð sig verulega vel.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Reynir: Betra liðið vann í kvöld Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. 12. júlí 2010 23:17 Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum „Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld. 12. júlí 2010 23:07 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Reynir: Betra liðið vann í kvöld Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. 12. júlí 2010 23:17
Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum „Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld. 12. júlí 2010 23:07
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast