Óska eftir frekari viðræðum 22. febrúar 2010 18:38 Forystumenn stjórnmálaflokkanna. Mynd/Anton Brink Ekki verður fallist á tilboð Hollendinga og Breta í Icesave málinu óbreytt. Þetta var niðurstaða fundar stjórnar og stjórnarandstöðu í dag. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir frekari viðræðum við Breta og Hollendinga. Hollendingar og Bretar lögðu fram tilboð í síðustu viku sem fól í sér breytt vaxtakjör á Icesave láninu. Um var að ræða breytilega vexti með 2,75 prósenta álagi auk þess sem boðið var upp tvö ár án vaxta. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu um málið í dag en ekki var fallist á tilboð Breta og Hollendinga. „Það tekur niður fjármagnskostnað og greiðslubyrði landsins umtalsvert en það eru önnur atriði því tengd og fleiri sem við teljum að þurfi að ræða frekar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjarmálaráðherra. Tilboði Breta og Hollendinga var svarað með formlegu bréfi þar sem óskað var eftir frekari viðræðum. „Efnislega felur það í sér að við fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem er fólgið í þeirra tilboði, en við teljum að við þurfum að ræða önnur atriði frekar og vonumst til þess að framhald verði á," segir Steingrímur. „Mér finnst allt í lagi að halda áfram og athuga hvort Lee geti haldið áfram að koma með kraftaverk. Ef þetta fæst í gegn og þá er samt komið ákveðið skref en það er ennþá himinn og haf á milli, það er alveg ljóst," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Já, mér skilst að það sé alveg óumdeilt að það sé hægt að halda áfram viðræðum við þá," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort fyrir liggi hvort að hollenska ríkisstjórnin hafi umboð til að semja við Íslendinga. „Ég held að það sé enginn af stjórnmálamönnunum sem var að hittast hér í dag hafi viljað fallast á það sem kom frá Bretum og Hollendingum eins og mér heyrðist hinir vera búnir að segja nú þegar. Það var samstaða um það og það er búið að senda þetta bréf til að kanna hvort menn vilji ræða málin áfram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ekki verður fallist á tilboð Hollendinga og Breta í Icesave málinu óbreytt. Þetta var niðurstaða fundar stjórnar og stjórnarandstöðu í dag. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir frekari viðræðum við Breta og Hollendinga. Hollendingar og Bretar lögðu fram tilboð í síðustu viku sem fól í sér breytt vaxtakjör á Icesave láninu. Um var að ræða breytilega vexti með 2,75 prósenta álagi auk þess sem boðið var upp tvö ár án vaxta. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu um málið í dag en ekki var fallist á tilboð Breta og Hollendinga. „Það tekur niður fjármagnskostnað og greiðslubyrði landsins umtalsvert en það eru önnur atriði því tengd og fleiri sem við teljum að þurfi að ræða frekar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjarmálaráðherra. Tilboði Breta og Hollendinga var svarað með formlegu bréfi þar sem óskað var eftir frekari viðræðum. „Efnislega felur það í sér að við fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem er fólgið í þeirra tilboði, en við teljum að við þurfum að ræða önnur atriði frekar og vonumst til þess að framhald verði á," segir Steingrímur. „Mér finnst allt í lagi að halda áfram og athuga hvort Lee geti haldið áfram að koma með kraftaverk. Ef þetta fæst í gegn og þá er samt komið ákveðið skref en það er ennþá himinn og haf á milli, það er alveg ljóst," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Já, mér skilst að það sé alveg óumdeilt að það sé hægt að halda áfram viðræðum við þá," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort fyrir liggi hvort að hollenska ríkisstjórnin hafi umboð til að semja við Íslendinga. „Ég held að það sé enginn af stjórnmálamönnunum sem var að hittast hér í dag hafi viljað fallast á það sem kom frá Bretum og Hollendingum eins og mér heyrðist hinir vera búnir að segja nú þegar. Það var samstaða um það og það er búið að senda þetta bréf til að kanna hvort menn vilji ræða málin áfram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira