Íslenski boltinn

Ólafur Stígsson ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur aðstoðar Ólaf. Mynd/Daníel
Ólafur aðstoðar Ólaf. Mynd/Daníel

Fylkismenn hafa tilkynnt um ráðningu á Ólafi Stígssyni sem aðstoðarþjálfara liðsins.

Ólafur tekur við hlutverki Páls Einarssonar sem tók við sem aðalþjálfari Þróttar eftir síðasta tímabil.

Ólafur lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann er leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu síðasta sumar.

Ólafur Þórðarson er þjálfari Fylkis eins og flestir vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×