Íslenski boltinn

Gunnleifur: Verðum að gera betur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnleifur í baráttunni í kvöld.
Gunnleifur í baráttunni í kvöld. Mynd/Stefán

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, segir að liðið þurfi að fara yfir ýmislegt eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 2-2.

„Við vorum ekki að spila nægilega vel heilt yfir og verðum að gera betur í næsta leik. Sérstaklega í upphafi leiks vorum við algjörlega á afturfótunum en komumst á gott skrið undir lok hálfleiksins. Við náðum svo ekki að finna taktinn nægilega vel í seinni hálfleik," sagði Gunnleifur.

„Valur hefur hörkuleikmenn og við vorum ekkert að vanmeta þá neitt. Þeir eiga örugglega eftir að gera fína hluti í sumar. FH er aldrei sátt við að taka minna en þrjú stig. En úr því sem komið var er þetta kannski ágætt. Við komum tvisvar til baka eftir að hafa lent undir."

Næsti leikur FH er einnig á Vodafone-vellinum en þá verður Hafnarfjarðarslagur gegn Haukum. „Við þurfum að skoða þetta í vikunni og laga það sem við gerðum rangt. Við verðum að vera klárir í næsta leik."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×