Innlent

Földu dóp í rafgeymi bíls

Fólkið reyndi að koma efnunum eftir þrælskipulögðum krókaleiðum en var tekið.
Fólkið reyndi að koma efnunum eftir þrælskipulögðum krókaleiðum en var tekið.

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og eina konu, Mindaugas Strimaitis, Tadas Griskevicius og Rima Kavalskyte, fyrir að reyna að smygla inn nær 2,8 kílóum af metamfetamíni til sölu og dreifingar.

Fíkniefnin voru falin í rafgeymi BMW-bifreiðar sem Andrej Fedosiuk og Genrik Karuzel fluttu í farþegaferjunni Norrænu frá Esbjerg í Danmörku til Þórshafnar í Færeyjum þar sem þeir voru handteknir 13. nóvember á síðasta ári og hald var lagt á fíkniefnin.

Mindaugas skipulagði og fjármagnaði að hluta innflutning á fíkniefnunum. Hann, ásamt öðrum manni, ráðgerði í Litháen í júlí að flytja fíkniefni til Íslands. Mindaugas lét söluandvirði bifreiðar sinnar, tæpar 350 þúsund krónur, renna til kaupa á fíkniefnunum og skipti verkum með Rima og Tadas.

Hann fékk Rima til að kaupa farmiða fyrir Andrej og Gernik til Íslands. Tadas fékk hann til að láta í té nafn sitt og símanúmer til að Andrej og Gernik gætu gefið hann upp sem tengilið sinn á Íslandi yrðu þeir stöðvaðir af tollyfirvöldum. Þá stóð til að Mindaugas tæki á móti mönnunum við komu þeirra til Íslands, en lögreglan hafði þá handtekið fólkið sem nú eru ákært.

Loks sótti Mindaugas landa sinn á Keflavíkurflugvöll hinn 17. nóvember og ók honum til baka 26. nóvember en sá átti að fjarlægja fíkniefnin úr BMW-bifreiðinni.

jss@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×