Enski boltinn

Joe Cole vill spila á miðjunni og stjóra sem elskar sig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Joe Cole hefur ákveðnar hugmyndir varðandi framtíð sína. Hann vill spila á miðri miðjunni og vill stjóra sem elskar sig. Cole er eftirsóttur þessa dagana, hann fór frítt frá Chelsea en reyndar þarf að borga honum svimandi há laun og ýmsa bónusa fyrir umboðsmenn. Tottenham og Arsenal eru talin hafa áhuga á Cole og Liverpool hefur einnig verið nefnt til sögunnar. "Ég er að hugsa um framtíðina, ég spila spila meira á miðjunni eins og ég gerði hjá West Ham. Ég á enn mikið eftir," sagði Cole. "Ég vil líka fá rétta tegund knattspyrnustjóra fyrir mig, einhvern sem elskar mig og tekur mig inn í liðið. Hjá Chelsea áttu nokkrir leikmenn tvo til þrjá lélega leiki áður en þeir misstu sæti sitt en eftir 20 mínútur var ég bara búinn," sagði Cole.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×